Um víða veröld - Jörðin

16 Verkefni Korta- og myndlæsi 1. Teiknaðu reikistjörnurnar átta í stærðarröð. 2. Fáðu ljósrit af heimskorti hjá kennaranum þínum eða prentaðu það út af netinu. Klipptu það niður þannig að meginlöndin haldi sér. Reyndu að raða brotunum saman þannig að það myndi Pangeu. Eru einhverjir bútar sem vantar? Ef svo er hver gæti skýringin verið? 3. Skoðaðu myndina sem sýnir árstíðirnar. Hvernig væri lífið á jörðinni ef hún hallaði ekki? 4. Skoðaðu bls. 97–100 í Kortabók handa grunnskólum . a. Hver er munurinn á sólmyrkva og tunglmyrkva? Útskýrðu með teikningu. b. Hver er ástæða þess að reikistjörnurnar eru mislengi að fara hring um sólu og hring um sjálfa sig? c. Hvaða stjörnumerki eru á himni í þínum afmælismánuði? Finndu svarið 5. Hvaða breytingar urðu á loftslagi með myndun stóru fellingafjallgarðanna? 6. Hvar á jörðinni má sjá sólina í hvirfilpunkti? 7. Veldu eitt af eftirfarandi og útskýrðu: a. sumarsólstöður b. vetrarsólstöður c. jafndægri á vori d. jafndægri á hausti e. hvirfilstaða sólar 8. Hversu langt ferðast jörðin um geiminn á a) 1 sek b) 1 mín c) 1 klst? 9. Hvaða árstíð er á suðurhveli jarðar í júní? 10. Hvað er halli jarðmöndulsins margar gráður? 11. Hvenær varð aldauði og hvað orsakaði hann að mati vísindamanna? 12. Veldu eitt af eftirfarandi hugtökum, útskýrðu og teiknaðu mynd. a. möndulhalli b. hvarfbaugur c. reikistjörnur d. sporbaugur Umræður 13. Í leiðangri vísindamanna í desembermánuði komust menn að því að sólin hvarf ekki undir sjóndeildarhringinn. Hvar var leiðangurinn? 14. Hvað er hlaupár? Af hverju erum við með hlaupár? Hvenær er næsta hlaupár? 15. Er líf á öðrum hnöttum og hvað þarf til að líf kvikni? Ræðið ykkar skoðun. Munið að rökstyðja svarið. 16. Margar kvikmyndir og bækur fjalla um geimverur. Eru geimverur til? Hvernig líta þær út? Ræðið saman í hópum og reynið að komast að samkomulagi um niðurstöðurnar. Teiknið mynd af geimverunni sem tengist ykkar niðurstöðu ef hún er til. 17. Er alheimurinn óendanlegur? Hvað er óendanleiki? Hvar eru mörkin og hvað er „hinumegin?“ Rökræðið í litlum hópum. 18. Ýmsar frásagnir og ævintýri eru til um áhrif fulls tungls á lífið á jörðinni. Finnið dæmi um slíkar frásagnir og kynnið fyrir bekkjarfélögum. 19. Hvað geta steingervingar sagt okkur um aldur bergs? 20. Vísindamenn telja helstu orsök fyrir því að risaeðlurnar dóu út hafi verið að loftsteinn lenti á jörðinni. Hvað haldið þið? Er hægt að finna aðrar skýringar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=