Um víða veröld - Jörðin

163 Umhverfið okkar Verkefni Korta- og myndlæsi 1. Skoðaðu kort á bls. 19 í Kortabók handa grunnskólum (2012) og finndu friðlýst svæði á Íslandi. 2. Finndu kort af þjóðgarði í heiminum og aflaðu þér upplýsinga um hann. Kynntu þjóðgarðinn fyrir bekkjarfélögum og hvað hægt er að gera þar; merkustu staði, dýralíf, landslag, veðurfar o.fl. 3. Hannaðu og teiknaðu endurvinnslumerki, sem gæti verið á endurvinnanlegum vörum. 4. Skoðaðu sorpstrýtuna. Hvað er hún að segja varðandi losun úrgangs? Hvað er æskilegast og hvað óæskilegast í losun sorps? Finndu svarið 5. Hvað eru friðlýst svæði? 6. Hvað gerðist á umhverfisráðstefnunni í Kyoto árið 1997? 7. Hver er helsta orsök hnattrænnar hlýnunar? 8. Nefndu nokkur dæmi um hvað má endurvinna. Umræður 9. Hvernig má spara orku og/eða nota orkugjafa sem skaða umhverfið minnst? 10. Að hverju þarf að huga áður en hafist er handa við flokkun á sorpi? 11. Hvað eru umhverfisvænar samgöngur? Er það eitthvað sem við getum bætt hér á landi? 12. Er mikilvægt að gera alþjóðlega samninga um umhverfismál? Finnið rök með og á móti. 13. Búið til slagorð um flokkun sorps og endur­ vinnslu. 14. Hvað getum við gert til að draga úr notkun einkabíla? 15. Finnið dæmi um mengun í ykkar nærum­ hverfi. Hvað getið þið gert til að draga úr mengun? Viðfangsefni 16. Gerið könnun á því í bekknum hvaða heimili flokka sorp og hvernig flokka þau það? 17. Kynnið ykkur fyrir hvað þessi umhverfismerki standa: a. Svanurinn b. Endurvinnslumerkið 18. Hver eru áhrif hnattrænnar hlýnunar? Kynnið ykkur einn stað eða dýrategund sem er í hættu vegna breytinga í náttúrunni og segið frá hvers vegna. 19. Veljið eitt af eftirfarandi viðfangsefnum og búið til fréttaþátt: a. mengun á Íslandi b. ofveiði c. þjóðgarðar á Íslandi d. sjálfbær þróun Ísland 20. Finndu 2–3 þjóðgarða á Íslandi sem þú hefur farið í eða veist um. Hvaða þjóðgarður er næstur þinni heimabyggð? 21. Hvaða reglur gilda í þjóðgörðum? Hvaða reglur finnst þér að ættu að gilda í þjóð­ görðum? 22. Hvernig er móttöku á sorpi, förgun og endurvinnslu háttað í þínu sveitarfélagi? Hvar er næsta gámastöð? 23. Hvað er gert í skólanum þínum til að minnka og/eða flokka sorp? En á heimilinu þínu? 24. Hvað er gert á Íslandi til að koma í veg fyrir ofveiði fiskistofna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=