Um víða veröld - Jörðin

162 Endurvinnsla Mikilvægi flokkunar og endurvinnslu ætti öllum að vera augljóst. Auðlindir jarðar og hráefni eru ekki óþrjótandi og því brýnt að nýta þau vel. Hver vara á sér sinn líftíma. Hún er framleidd, flutt til neytenda með ýmsum leiðum og þegar hætt er að nota hana er henni fargað. Framleiðslan, flutningurinn og förgunin krefst orku og oft myndast ýmis eiturefni í þessu ferli. Með endurvinnslu er úrgangsefnum breytt í nýja vöru og líftími hráefnisins þar með lengdur. Þannig er hægt að skapa mikil verðmæti, spara náttúruauðlindir og draga úr mengun. Flokkun og endurvinnsla sorps er tiltölulega einfalt mál og auð­ velt að skipuleggja. Áður en flokkun og endurvinnsla hefst þarf að kynna sér losunarstaði flokkaðs sorps. Því næst að finna hentug ílát til flokkunar, merkja þau, gera aðgengileg og byrja að flokka. Einkunnarorð flokkunar gætu verið: Notum minna – notum aftur – endurvinnum Þá er gott að hafa í huga að best er að nota semminnst eða nota aftur ef hægt er en skila til endurvinnslu þegar við höfum ekki lengur not fyrir hlutina á neinn hátt. Betra er að nota minna en endurnota og betra er að endur­ nota en endurvinna. Að nota aftur sparar peninga. Sorp er minnkað með því að draga úr innkaupum. Að spara orku sparar peninga. Nýtni er ekki níska. Sorpstrýtan sýnir að æskilegt er að hefja umræðuna um umhverfismál og endurvinnslu á forvörnum og fræðslu. Sorpstrýta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=