Um víða veröld - Jörðin
159 Umhverfið okkar úrgangs- eða eiturefna sem eyðast seint eða ekki á náttúrulegan hátt. Helstu mengunarvaldar í sjó eru m.a. olía og eiturefni sem losuð eru í sjóinn. Mengun getur líka orðið mikil þegar olía er flutt í leiðslum landleiðina. Leiðslur eru viðkvæmar og geta auðveldlega farið í sundur við ýmis óhöpp. Þegar stríð geisar er líka oft ráðist á olíuleiðslur til að stöðva olíuflutninga á milli landa. Við þetta rennur mikið magn olíu ofan í jörðina og mengar hana og grunnvatnið. Ofveiði Mikil ásókn og vanþekking á fiskistofnum og lífríki sjávar hefur víða leitt til ofveiði. Upphaflega héldu menn að nóg væri af fiski í sjónum. Með stærri og öflugri skipum og afkastameiri veiðarfærum á seinni hluta 20. aldar kom í ljós að svo var ekki. Fiskistofnar hrundu víða um heim svo veiðum var að mestu sjálfhætt. Ofveiði einnar tegundar getur haft í för með sér röskun á lífríki sjávar og valdið því að vistkerfi raskast. Einnig hefur hún mikil efnahagsleg áhrif á þær þjóðir sem reiða sig að miklu leyti á fiskveiðar. Með því að sporna við ofveiði hafa margar þjóðir takmarkað fiskveiðar með því að setja kvóta á fiskistofnana, því fiskistofnar eru auðlind sem endurnýjast með takmörkunum sé hún skynsamlega nýtt. Með stórum skipaflota víða um heim og afkastamiklum veiðarfærum er auðveldlega hægt að ganga mjög nærri fiskistofnum ef fiskveiðum er ekki stjórnað.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=