Um víða veröld - Jörðin

158 Áhrif mannsins á náttúruna Maðurinn með athöfnum sínum hefur haft mikil áhrif um alla jörð. Víða hefur hann breytt landslagi og ofnýtt það sem jörðin hefur gefið. Til þess að auka enn frekar á nýtingu lands hefur maðurinn notað ýmis tilbúin efni til að auka enn frekar uppskeru sína. Mörg þessi efni menga og eru náttúrunni skaðleg. Maðurinn hefur ekki látið nægja að nýta mikinn hluta ræktanlegs lands á jörðinni heldur hefur hann líka víða nýtt sér auðlindir hafsins meira en góðu hófi gegnir. Mengun Mengun kallast það þegar óæskileg efni berast í miklu magni í andrúms­ loft, land eða vatn. Afleiðingarnar geta haft áhrif á heilsufar fólks eða skað­ að annað lífríki í náttúrunni. Mengun er skipt í þrjá flokka, staðbundna, svæðisbundna eða hnattræna mengun eftir því hversu víðtæk áhrif hún hefur, þ.e. hversu langt hún nær frá upprunastað. Hnattræn mengun virðir engin landamæri. Hún getur borist með vindi eða sjávarstraumum um langan veg og valdið skaða langt frá upprunastað, jafnvel um alla jörð eins og gróðurhúsaáhrifin. Mengun sem á uppruna sinn við miðbaug getur borist í átt til pólanna með vindum og sjávarstraumum og safnast fyrir í lífverum þar. Í ár, vötn og grunnvatn berst talsvert af mengandi efnum. Efnin berast frá landbúnaði og verksmiðjum og með skolpi og lofti. Mikil notkun á tilbúnum áburði í landbúnaði veldur t.d. mengun í ám og vötnum þegar efnin berast þangað. Sjávarmengun verður af völdum hvers kyns Olíumenguð baðströnd laðar ekki til sín marga gesti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=