Um víða veröld - Jörðin
14 Maðurinn út í geim Maðurinn hefur alla tíð haft mikinn áhuga á himingeimnum og því sem þar er að finna. Fyrst beindust sjónir manna að næsta nágranna okkar, tunglinu, áður en haldið var enn lengra út í geim. Núorðiðkappkostamörg ríki aðverameðmetnaðarfullar geimferðaáætlanir. Helstu ástæður fyrir því að ríki heims eru í kapphlaupi um geimferðir eru aðallega af pólitískum, efnahagslegum og hernaðarlegum toga. • Með geimferðum sýna ríki öðrum ríkjum heims getu sína á sviði vís inda, tækni og iðnaðar. • Geimferðir og starfsemi í geimnum auka hagvöxt ríkja m.a. með gervitunglasamskiptum, bættum veðurspám og þróun staðsetningar búnaðar. • Geimferðir gera nútímahernað mögulegan með því að beita gervi tunglum til vöktunar, njósna og samskipta. Geimför Geimfar er farartæki semætlað er til ferðalaga um geiminn í margvísleg um tilgangi. Geimför eru ýmist mönnuð eða ómönnuð. Mönnuð geimför flytja fólk út í geim og aftur til jarðar, t.d. til geimstöðva eða tunglsins. Ómönnuð geimför eða könnunarhnettir eru notuð til ýmissa rannsókna og er tölvustýrt frá jörðinni. Þeim er ekki alltaf ætlað að koma aftur til jarðar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=