Um víða veröld - Jörðin

154 HÖFÐATALA Þegar talað er um höfðatölu er átt við fjölda einstaklinga, fjölda höfða á tilteknu landsvæði. Áhrif loftslagsbreytinga á samfélög manna Það er mismunandi eftir samfélögum hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á þau. Fátæk samfélög eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum því möguleikar þeirra til að aðlagast breyttum aðstæðum eru oft takmarkaðir. Þéttbýlustu svæði jarðar eru á láglendi næst sjó. Með hækkun sjávarborðs geta íbúar aðlagast breytingunummeð því að færa sig ofar í landið. Íbúar lítilla, láglendra eyja neyðast hins vegar til að yfirgefa heimkynni sín þegar eyjan fer í kaf. Alþjóðasamningar í umhverfismálum Árið 1992, á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Río de Janeiro í Brasilíu, var undirritaður tímamótasamningur í umhverfismálum. Samn­ ingurinn, sem snerist um umhverfi og þróun, var undirritaður af flestum þjóðum heims. Með undirrituninni skuldbundu þær sig til að vinna saman að umhverfisvernd og jafna mismunun jarðarbúa með því að uppræta fátækt og vanþekkingu í heiminum. Á annarri umhverfisráðstefnu í Kyoto í Japan árið 1997 samþykktu sömu þjóðir að stefna að minni losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið. Þessi fyrsta fjölþjóðlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum er oftast kölluð Kyoto-bókunin . Feneyjar á Ítalíu. Mikil bílaumferð veldur mikilli mengun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=