Um víða veröld - Jörðin

Vissir þú þetta? • Plastúrgangur veldur dauða milljóna sjávarfugla, tugþúsunda sjávarspendýra og aragrúa fiska árlega. • Við hvert tonn af skrifstofupappír sem er endurunninn sparast um 1500 lítrar af olíu. • Talið er að finna megi hátt í 700 spendýra- tegundir í Indónesíu sem eru í útrýmingar- hættu. • Að meðaltali hendir hver manneskja um 1,8 kg af rusli á hverjum degi. Á einu ári eru það um 660 kg. • Plastpokar eru yfir helmingur af öllu rusli í höfunum. Að jafnaði er að finna um 18.000 plasthluti á hvern ferkílómetra hafs. • Mest framleidda neysluvara í heiminum eru plastpokar. Talið er að framleiddir séu þúsundir milljarða árlega. • Að endurvinna eina áldós sparar samsvar- andi orku sem þarf til að horfa á sjónvarp í þrjár klukkustundir. • Íslendingar henda mat fyrir um 30 milljarða króna á ári. • Margir hlutir eyðast á mjög löngum tíma í náttúrunni. Það tekur áldós upp í 500 ár, einnota bleyju upp í 800 ár og glerflösku upp í eina milljón ára að eyðast í náttúrunni. Í þessum kafla lærir þú um: • loftslagsbreytingar • hnattræna hlýnun • alþjóðasamninga • áhrif mannsins á náttúruna • náttúruvernd • endurvinnslu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=