Um víða veröld - Jörðin
149 Búseta og skipulag 17. Skoðið gervihnattamynd og greinið á henni búsetumynstur og finnið út hvar mesta þétt býlið er. Gott getur verið að skoða næturmynd. 18. Hvaða áhrif getið þið haft á skipulagsmál? Lýsið ferlinu. 19. Vinnið í litlum hópum við að skipuleggja ykkar nánasta umhverfi. Hugsið m.a. út í sam göngur, þjónustu og afþreyingu. Hvað fleira dettur ykkur í hug? Teiknið kort af skipulag inu ykkar. 20. Kynnið ykkur mismunandi stöðu hælisleitenda, innflytjenda og flóttamanna. Hver er munurinn á skilgreiningu þessara hópa? Tökum við á móti þessum hópum með ólíkum hætti? Ef svo er hvers vegna? 21. Finnið 2–3 borgir í heiminum þar sem búa milljónir íbúa og veltið fyrir ykkur hvers vegna þessar borgir eru svona fjölmennar. Hvaða ástæður gætu verið fyrir því? Ísland 22. Gerðu lista yfir merkar minjar í sveitarfélaginu þínu eða nánasta umhverfi og flokkaðu þær í náttúru- og menningarminjar. 23. Hvers vegna heldur þú að flestir þéttbýlisstaðir á Íslandi séu við sjóinn en ekki lengra inni í landinu? Finndu dæmi um þéttbýli sem er ekki við sjóinn. 24. Vinnið nokkur saman að því að hanna svæði að eigin vali. Til dæmis: a. hjólabrettagarð b. skólalóð c. ævintýragarð fyrir börn d. skemmtigarð e. listaverkagarð f. smábátabryggju ásamt svæði kringum hann g. græn útivistarsvæði í sveitarfélaginu 25. Heimabyggðin mín – Hópvinna þar sem unnið er með viðfangsefni er tengjast heima byggðinni. Hver hópur velur efni og kynnir fyrir hinum. a. fyrirtæki b. samgöngur c. aðalskipulag d. náttúruminjar og friðlýst svæði e. landslag f. menningarminjar g. örnefni h. þjóðsögur i. vatnsverndarsvæði j. annað 26. Skoðið loftmynd af ykkar heimabyggð og finnið græn svæði. Hvað væri hægt að gera við þessi grænu svæði? 27. Hvers vegna heldur þú að fólk flytji frá Íslandi? Hvaða ástæður gætu verið fyrir búferlaflutn ingum Íslendinga? Þekkir þú einhvern sem hefur flutt frá Íslandi? Hvert flutti viðkomandi og hvers vegna? 28. Skipuleggið skólalóðina. Finnið kort af henni og merkið inn það sem þið viljið hafa þar. 29. Farðu inn á vef þíns sveitarfélags og skoðaðu síðurnar um byggingar og skipulagsmál. Hvar er hægt að fá byggingarlóðir? Hvar eru gatna framkvæmdir? Hvar eru skólar og íþrótta mannvirki í sveitarfélaginu? 30. Skoðaðu þína heimabyggð. Hvernig er land notkun og skipulagi háttað í þinni heimabyggð? a. hvar eru íbúðarsvæðin? b. hvar eru þjónustusvæðin? c. hvar eru íþrótta- og útivistarsvæðin? d. hvar eru iðnaðarsvæðin? e. hvar eru fiskvinnslusvæðin ef það á við? af hverju? f. hvaða önnur atvinnustarfsemi er í þínu sveitarfélagi og hvar er hún staðsett? 31. Hvaða tækifæri felast í sveitarfélaginu og hvaða áhrif getum við haft til að leggja okkar af mörkum við að gera samfélagið enn betra?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=