Um víða veröld - Jörðin

148 Verkefni Korta- og myndlæsi 1. Finndu heimskort og merktu inn á það hvaðan flóttamenn á Íslandi koma. Hægt er að nálgast upplýsingar á vef Mannréttindaskrifstofu Íslands www.humanrights.is . 2. Skoðaðu á heimskorti þéttbýlustu svæði jarðar. Hvað er líkt/ólíkt með staðsetningu þessara svæða? 3. Skoðaðu borgarkort af New York í Banda­ ríkjunum og Berlín í Þýskalandi. Berðu saman uppbyggingu borganna, götuskipulag, byggingarnar, landslagið, umhverfið, íbúana o.fl. Hvað er líkt og ólíkt með þessum borgum? Finndu ljósmyndir frá borgunum. 4. Finndu fleiri áhugaverðar uppbyggingar borga eins og þú last um með Brasilíu. Finndu svarið 5. Hvað er staðarval og hvað ræður staðarvali? 6. Hverjir eru hinir þrír flokkar atvinnugreina og hvað einkennir hvern flokk fyrir sig? 7. Hvað kallast þær tvær tegundir skipulags­ áætlana sem sveitarfélög eiga að vinna? Að hvaða leyti eru þessar skipulagsáætlanir ólíkar? 8. Hvað er svæðisskipulag? 9. Hvað er grenndarkynning? 10. Útskýrðu tvö af eftirfarandi hugtökum: a. staðarval b. byggðaþróun c. strjálbýli d. borgarmyndun e. búferlaflutningar Umræður 11. Fátækrahverfi hafa risið upp í mörgum löndum í kjölfar borgarmyndunar. Hvernig er hægt að leysa þau vandamál sem fylgja borgarmyndun? 12. Ef þið ættuð að byggja borg frá grunni, hvar mynduð þið byggja hana? Hvers vegna? Hvaða atvinnumöguleikar væru í boði? Hvað þarf að vera til staðar í borg til að fólk vilji búa þar? 13. Hvers vegna haldið þið að þéttbýli byggist upp á ákveðnum stöðum en ekki öðrum? 14. Hvers vegna er stór hluti stórborga við sjóinn? Viðfangsefni 15. Notið vef Hagstofunnar www.hagstofa.is til að leysa verkefnið. a. Hversu margir íbúar eru búsettir í þínu sveitarfélagi og hver hefur breytingin verið síðustu 10 ár? b. Hversu margir fluttu til og frá landinu 2012? c. Hvað gera mannfjöldaspár ráð fyrir að Íslendingar verði margir árið 2060? d. Hvað gera mannfjöldaspár ráð fyrir að Íslendingar í þínum aldurshópi verði margir árið 2060? Hver er munurinn á því og í dag? e. Annað að eigin vali. 16. Notið t.d. www.gapminder.org/data til að bera saman lönd. Veljið ykkur eitt land og svarið þessum spurningum fyrir landið. Kynnið fyrir samnemendum ykkar. a. þjóðartekjur á mann b. ungbarnadauði c. lífslíkur d. farsímaeign e. internetaðgangur f. fólksfjölgun g. útbreiðsla alnæmis h. læsi i. annað að eigin vali

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=