Um víða veröld - Jörðin

13 Jörðin verður til JARÐMÖNDULL Jarðmöndull er snúningsásinn sem jörðin snýst um. Halli jarðmöndulsins er ekki alltaf sá sami heldur breytist hann lítillega á löngum tíma. Árstíðirnar Á leið jarðar umhverfis sólu er halli jarðmönduls hennar nú 23,5° frá lóðréttu. Þessi halli veldur árstíðunum. Á sumrin snýr norðurhvel jarðar að sólu. Þá nýtur norðurhvelið meiri birtu allan sólarhringinn og það hlýnar í veðri. Á sumarsólstöðum í júní er sólin hæst á lofti. Eftir sumarsólstöður færist norðurhvelið smátt og smátt frá sólu og í lok september snýr hvorki norðurhvel né suðurhvel móti sólu. Þá falla geislar hennar beint niður á miðbaug. Þá eru jafndægur á hausti og nótt og dagur jafn löng um alla jörð. Á vetrarsólstöðum í lok desember snýr norðurhvel frá sólu og dagurinn því stystur þar. Þá er kalt enda sólargeislar takmarkaðir. Á suðurhveli sem snýr að sólu er hins vegar sumar. Þegar líða tekur á veturinn færist norðurhvelið smám saman nær sólu. Í lok mars er jörðin aftur komin í þá stöðu að hvorug hvelin snúa að sólu. Þá eru jafndægur á vori , dagur og nótt eru aftur jafn löng og sólin skín beint niður á miðbaug. Fjarlægð jarðar frá sólu er breytileg eftir árstíma. Sporbraut hennar er nefnilega lítið eitt sporöskjulaga. Í janúar er jörðin um fimm milljónum kílómetra nær sólu en í júlí. Nákvæmlega 3. janúar er jörðin næst sólu og kallast sá dagur sólnánd . Þá hallar norðurhvelið hins vegar frá sólu og vetur konungur ríkir þar. Íbúar þar finna lítið fyrir nálægðinni þrátt fyrir að jörðin fái 7% meira af sólarorku en í júlí.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=