Um víða veröld - Jörðin

147 Búseta og skipulag Landnotkun Ekki eru allir sammála um það hvernig eigi að nota landið. Samkeppni um verðmætt land er mikil og fer oft frammikil vinna hjá skipulagsyfir­ völdum, landeigendum, fyrirtækjum og öðrum hagsmunahópum um það hvernig landnýtingu skuli háttað. Oft kemur upp ágreiningur hjá hagsmunaaðilum sem reynt er að leysa. Til að fyrirbyggja sem mestan ágreining og ná sátt um landnotkun er gott skipulag nauðsynlegt sem oft þarf að gera mörg ár fram í tímann. Aðal- og deiliskipulag Það framtíðarskipulag sem nær yfir allt sveitarfélagið kallast aðalskipulag og er gert til minnst 12 ára fram í tímann. Í aðalskipulagi er ákveðið hvernig eigi að nota landið. Hvaða starfsemi eigi að vera á hvaða svæði fyrir sig, íbúabyggð, þjónustusvæði, samgöngur, iðnaðarsvæði og önnur atvinnustarfsemi. Einnig er ákveðið í aðalskipulagi hvaða svæði eigi að vernda. Deiliskipulag nær yfir hvert og eitt það svæði sem minnst var á í aðal­ skipulagi. Þar er farið nákvæmar í stefnu aðalskipulags. Ef við tökum svæði fyrir íbúabyggð sem dæmi, eru atriði eins og stærð lóða, staðsetning húsa á lóðum, húsagerðir og gatnakerfið tekið fyrir í deiliskipulaginu. Svæðisskipulag Svæðisskipulag er skipulag sem nær yfir ákveðið svæði. Ólíkt aðalskipulagi og deiliskipulagi getur það náð yfir nokkur sveitarfélög eða svæði sem eiga eitthvað sameiginlegt, eins og að vera vinsælt útivistarsvæði eða vatnsverndarsvæði. Það eru hagsmunir allra að landnotkun sé samræmd á vatnsverndarsvæði svo vatnið okkar sé eins hreint og gott og mögulegt er. Í svæðisskipulagi samræma sveitarfélög gjarnan stefnu sína um landnotkun. Kynning skipulags Þegar skipulag fyrir svæði er unnið er skylt að gera það með samráði við íbúa og aðra sem eiga hagsmuna að gæta. Ef breytingar þarf að gera á skipulagi, hvort sem er aðalskipulagi eða deiliskipulagi, á að kynna skipu­ lagstillögur vel með t.d. auglýsingum í fjölmiðlum og á öðrum áberandi stöðum, slíkt kallast grenndarkynning.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=