Um víða veröld - Jörðin
146 Skipulagsmál Sveitarfélög bera meginábyrgð á skipulagsmálum enda eiga skipulags áætlanir að sýna stefnu sveitarfélaga um framtíðarþróun. Með því að skipuleggja vel landnotkun og allt umhverfi sitt er m.a. stuðlað að skyn samlegri og hagkvæmri þróun byggðar. Tilgangurinn er einnig sá að tryggja eftir fremsta megni verndun náttúru- og menningarminja og koma í veg fyrir umhverfisslys. Við gerð skipulagsáætlana skal ávallt hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Sveitarfélög eiga að vinna tvær tegundir skipulagsáætlana, aðalskipulag og deiliskipulag . Einnig geta tvö eða fleiri sveitarfélög sameinast um að gera svæðisskipulag til að samræma landnotkun. Við gerð skipulagsáætlana er skylt að hafa samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila. NÁTTÚRUMINJAR Náttúruminjar eru sérstök fyrirbæri í náttúrunni, landsvæði eða einstakar náttúrumyndanir. MENNINGARMINJAR Menningarminjar eru þjóðararfur s.s. mannvirki, hlutir, ritaðar heimildir eða munnleg geymd. Gott skipulag stuðlar að skynsamlegri land nýtingu. Í hringnum er hluti af aðalskipulagi tekinn út og skipulagður enn frekar, sbr. deiliskipulag.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=