Um víða veröld - Jörðin

144 Sahel Sahel gresjusvæðið í Afríku liggur fyrir sunnan Saharaeyðimörkina og nær allt frá Atlantshafi til Rauðahafs. Þar er stundaður landbúnaður. Vegna stöðugrar fólksfjölgunar sem gerir sífellt meiri kröfur um fæðu hefur svæðið verið ofnýtt með ofbeit búfjár og meiri ræktun en landið þolir. Þegar rignir á regntímanum frá júní fram í september getur svæðið brauðfætt íbúana. Þegar úrkoman bregst og þurrkar taka völdin dynja hörmungar yfir með tilheyrandi hungursneyð og skepnudauða. Þá flýr fólk í stórum hópum til nálægra svæða í leit að aðstoð. Flóttamannabúðir rísa og hörmungarnar verða sýnilegar umheiminum, mikil vannæring íbúa og barnadauði. Ástandið kemst í fjölmiðla og hjálparsamtök koma jafnvel á svæðið og veita aðstoð. Stöðugur ágangur á landið, einkum í þurrkum, hefur leitt til rýrnunar landgæða og stækkunar eyðimerkurinnar. Sveitarfélög Sveitarfélög eru stjórnsýslueiningar á ákveðnum svæðum. Þau sjá um að skipuleggja hvernig landsvæðin byggjast upp og þróast. Skipulagt er hvar íbúabyggðin eigi að vera, hvar ólík atvinnustarfsemi eigi að vera og hvernig allt tengist með samgöngukerfi. Sveitarfélög sinna ýmisskonar þjónustu við íbúa sína. Þau sjá um rekstur leikskóla og grunnskóla. Þau veita félagslega aðstoð þeim sem þurfa og þjónustu við eldri borgara og fatlað fólk. Þau hirða sorp, veita vatni í hús og leiða skólp frá húsum. Þau sjá um að samfélagið virki sem best. Flóttamannabúðir rísa oft í auðninni þar sem menn geta enga björg sér veitt og verða að reiða sig á utanaðkomandi aðstoð. VINNUAFL Vinnuafl er fólkið sem vinnur störfin, starfsfólkið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=