Um víða veröld - Jörðin

143 Búseta og skipulag vinnu og heilsugæslu og oft er lítið um löggæslu í óskipulögðum hverf­ um. Húsnæðið sem byggist upp í slíkum hverfum er lélegt og ótryggt. Hverfin eru oft byggð á landsvæði sem hentar illa til búsetu s.s. vegna aurflóða eða annarrar hættu. Talið er að um milljarður manna búi í fátækrahverfum heimsins. Búferlaflutningar Það kallast búferlaflutningar þegar fólk flytur frá einum stað á annan. Þannig fjölgar fólki sums staðar og fækkar annars staðar. Einnig breytast samfélög hvað varðar aldur, hlutföll kynja, menntun o.fl. Slíkar breytingar hafa áhrif á hvar menn skipuleggja ýmsa þjónustu svo sem skóla og heilsugæslu. Fólk flytur búferlum af mörgum ástæðum. Margir velja sjálfir að flytja þegar forsendur fyrir búsetu hafa breyst, t.d. vegna nýrrar vinnu eða menntunar. Enn aðrir neyðast til að flytja vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Þá yfirgefur fjöldi fólks átakasvæðið og er þá talað um flóttamannastraum . Einnig neyðist fólk til að flytja vegna fátæktar og pólitískra eða trúarlegra ofsókna svo dæmi séu nefnd. Fólk á flótta Þegar fólk neyðist til að flýja heimili sitt gerist það oft með litlum fyrirvara. Við slíkar aðstæður getur fólki verið mikil hætta búin, það á erfitt með að tryggja sér aðgang að vatni og mat, verður útsettara fyrir sjúkdómum og oft verða fjölskyldur viðskila. Flestir flýja til nágrannaríkja. Þegar flótta­ mannastraumur er mikill getur það skapað vandræði í móttökuríkinu sem oft er óviðbúið að taka við fjölda fólks á stuttum tíma. Þá þarf aðstoð frá alþjóðasamfélaginu og settar eru upp flóttamannabúðir, oftast í grennd við landamærin. Aðstæður í slíkum búðum geta verið mjög erfiðar þar sem fólk býr í tjöldum í brennandi hita á daginn og frostkulda á nóttunni og litla þjónustu að hafa. Straumar flóttafólks breytast frá einum tíma til annars. Nú í upphafi 21. aldar hafa miklir flóttamannastraumar verið frá Afganistan, Írak og Sómalíu, allt vegna stríðsátaka. Fólk flýr þó ekki einungis á milli landa því milljónir manna eru einnig á flótta innan eigin landa þar sem fólk nýtur enn minni verndar en þeir sem flýja til annarra landa. Dæmi um lönd þar sem fjöldi fólks er á flótta innanlands eru Kólumbía, Írak og Suður-Súdan. Þessi fjölskylda er á flótta frá borginni Basra í Írak og getur ekki tekiðmeira af eigumsínum með sér en hún getur borið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=