Um víða veröld - Jörðin
142 Borgarmyndun Borgir með fleiri en 30 þúsund íbúum urðu fyrst til á flóðasléttum í Mið- Austurlöndum fyrir um fimm þúsund árum t.d. í Írak og Egyptalandi. Með aukinni fólksfjölgun og þéttbýlismyndun urðu til borgir víða um heim. Allt fram á miðja 19. öld réð yfirstéttin, kóngar, klerkar og aðallinn uppbyggingunni. Borgir voru ekki skipulagðar í samráði við almenning fyrr en um aldamótin 1900. Borgir hafa alltaf verið fjölbreyttar. Í þeim öllum er ákveðið skipulag um landnotkun, samgöngukerfi og búsetu. Í kjarna stórborganna eru helstu stjórnunarstofnanir, miðstöð atvinnulífs, fjölbreytt þjónusta og íbúabyggð. Í úthverfum borganna hefur íbúabyggðin meira vægi. Vestrænar borgir eru nú flestar með marga kjarna og er verðmætasta landið miðsvæðis, í gamla miðborgarkjarnanum og nærri stórum verslunarmiðstöðvum. Fátækrahverfi Fjöldi fólks fær ekki notið þæginda borganna þar sem það býr í fá tækrahverfum. Þegar hröð borgarmyndun og fátækt fara saman aukast líkurnar á að fólk setjist að í óskipulögðum fátækrahverfum. Íbúar fá tækrahverfanna fara á mis við mestalla þjónustu sem einkennir borgir almennt og skapar það lakari lífsgæði hvort sem litið er til heilsu, menntu nar eða öryggis. Íbúar fátækrahverfa búa margir við takmarkaðan aðgang að hreinu vatni, þar er frárennsli ábótavant, langt getur verið í skóla, Þar sem íbúafjöldi er mjögmikill bregðamenn á það ráð að reisa hærri byggingar til að nýta borgarlandið betur. Þessi mynd er frá einu af mörgum fátækra hverfum í Jakarta í Indónesíu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=