Um víða veröld - Jörðin
141 Búseta og skipulag Byggðaþróun Fyrir tíma mikillar þéttbýlismyndunar dreifðust landbúnaðarsamfélögin á þau svæði sem voru nógu gjöful til að framfleyta fjölskyldum. Land búnaður krafðist og krefst enn mikils landrýmis sem stuðlaði enn frekar að dreifðri byggð. Sú byggðaþróun sem á sér stað í dag meira og minna um alla heimsbyggð er mikill flutningur fólks úr dreifbýli í þéttbýli samhliða breyttum atvinnuháttum. Þéttbýlismyndun hefur leitt til fjölbreyttari og sérhæfðari starfa þar sem laun eru hærri og vinnutími er reglulegur. Því eru fleiri tækifæri í þéttbýli en dreifbýli. Því ætti engan að undra þá byggðaþróun að fólk flytji í auknum mæli úr dreifbýli í þéttbýli. Þéttbýli og strjálbýli Fólk getur lifað nánast hvar sem er þrátt fyrir óblíða náttúru. Það hefur lært að lifa í köldu og heitu loftslagi þar sem úrkoma er mikil eða þurrkar svo miklir að ekkert vex eins og í eyðimörkum. Þar fer mikill tími og orka í að afla fæðu sem skýrir dreifða byggð fólks. Þar er lítið um stórar borgir. Strjálbýl (dreifbýl) svæði er aðallega að finna á köldum svæðum á norðurhveli jarðar og í eyðimörkum þar sem er of heitt og þurrt eins og t.d. í Afríku og Ástralíu. Um 4 ∕ 5 hlutar jarðarinnar eru mjög strjálbýlir. Þéttbýlustu svæði heims eru þar sem land er frjósamt, nóg af vatni og þægilegt loftslag. Þéttbýlustu svæðin eru frjósömu slétturnar og árósarnir við mestu stórfljót heims. Þar er allt land þaulnýtt. Þéttbýli er einnig að finna við strendur landa og vötn þar sem stutt er á gjöful fiskimið. Í árdaga varð fljótt þéttbýlt á hinum frjósömu fljótasléttum í Kína, umhverfi Ganges og Brahmapútra á Indlandsskaga og með fram Níl í Afríku. Á eyjunni Jövu í Indónesíu varð einnig snemma þéttbýlt en þar er að finna frjósaman eldfjallajarðveg. FRJÓSAMAR SLÉTTUR Frjósamar sléttur er það land næst fljótum sem reglulega flæðir út á þegar vatnavextir verða. ÁRÓS EÐA ÓS Árós eða ós er sá staður þar sem á fellur til sjávar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=