Um víða veröld - Jörðin
140 Staðarval Staðarval kallast það þegar maðurinn velur ákveðinn stað fyrir ákveðna starfsemi, hvort sem það er framleiðsla landbúnaðarafurða, iðnaðarstarf semi eða hvers kyns þjónusta. Þeir staðir sem verða fyrir valinu eru þeir sem hafa eitthvað að bjóða frá náttúrunnar hendi, frjósama jörð, nóg vatn og fleiri náttúruauðlindir. Einnig þurfa staðirnir að liggja vel við samgöngum sem auðveldar alla flutninga, þ.e. verslun og vöruskipti við önnur svæði. Það er undir þeim auðlindum komið sem finnast á staðnum hvaða starfsemi verður fyrir valinu og hvort maðurinn sest þar að eða ekki. Í þúsundir ára hafa frjósöm landsvæði með milt veðurfar dregið til sín mikinn mannfjölda. Þar sem frjósamur jarðvegur gaf örugga og mikla uppskeru þurftu ekki allir að vinna við framleiðslu matvæla. Á þeim þéttbýlissvæðum sem tóku að myndast urðu önnur störf til í kjölfarið, ýmsar iðnaðar- og þjónustugreinar. Á elstu menningarsvæðum heims eru því margar stórar borgir í dag. Á síðustu tveimur öldum byggðust upp mikil þéttbýlissvæði þar sem mikið var af mikilvægum hráefnum í jörðu, málmum, olíu og kolum. Góð hafnarskilyrði eru oft grundvöllur þéttbýlismyndunar eins og sjá má á þessari mynd frá Þorlákshöfn. SAMGÖNGUR Samgöngur eru hvers kyns ferðir milli staða, hvort sem um er að ræða fótgangandi, með bílum, skipum, lestum eða flugvélum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=