Um víða veröld - Jörðin

135 Höfin Auðlindir og orka Vatnsorka Frá hálendinu falla (fallvötn) flestar stærstu ár landsins úr mikilli hæð frá jöklum til sjávar. Í vatnsorkuverum er hluti af þessu vatni látinn hrapa tugi metra á leið sinni niður á láglendið. Í fallinu snýr það stórum hverflum og býr til rafmagn sem fer um háspennulínur til byggða. Sums staðar girða stíflugarðar fyrir árnar svo þar hafa myndast uppistöðulón eða stöðuvötn. Þetta er gert til að jafna rennsli og tryggja að stöðugt vatnsmagn berist til vatnsorkuveranna allt árið um kring. Orka fallvatna er mikilvæg og dýrmæt auðlind. Þó má ekki leggja allt land undir vatn eða breyta landinu um of. Mörg landsvæði búa yfir einstöku landslagi eða lífríki sem ber að vernda. Jarðhiti Hin mikla eldvirkni á Íslandi ásamt mikilli úrkomu sem á landið fellur skapar jarðhitann. Þegar regnvatn sem fellur til jarðar seytlar niður í berggrunninn um glufur og sprungur í berginu hitnar það þegar það kemur niður í heit jarðlög. Við það að hitna stígur vatnið aftur upp og kemur upp úr jörðinni sem gufa úr hverum eða heitar laugar. Jarðhita­ svæðum er skipt í háhita- og lághitasvæði . Háhitasvæðin semeru 20–30 talsins eru eingöngu í gosbeltunum. Gosbeltin liggja frá suðvesturhorni landsins og í sjó fram á Norðausturlandi. Þar nær hitinn yfir 200 °C ofan 1000 m dýpis. Á háhitasvæðunum eru einkum tvenns konar gerðir hvera, leirhverir og gufuhverir . Lághitasvæðin eru víða á Íslandi og er jarðhiti þar lægri en á háhitasvæðum. Þar fer hitinn ekki yfir 150 °C á 1000mdýpi. Stærstu lághitasvæðin á Íslandi eru á jöðrum gosbeltanna. Þar er hitinn jafnframt mestur en fer síðan lækkandi eftir því sem fjær dregur. Á lághitasvæðunum eru vatnshverir sem skipt er í nokkra flokka eftir hitastigi. Má þar nefna goshveri , vatnshveri , laugar og ölkeldur . Þekktir vatnshverir á Íslandi eru goshverirnir Geysir og Strokkur á Geysissvæðinu í Haukadal, Deildartunguhver í Borgarfirði sem er vatnsmesti hver á Íslandi og ölkeldur á Snæfellsnesi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=