Um víða veröld - Jörðin

134 Orka á Íslandi Ísland býr yfir gífurlegri orku sem hægt er að nýta og hefur sérstöðu þegar kemur að orkumálum vegna þess hversu stór hluti orkunotkunar landsmanna er hrein og umhverfisvæn orka. Hingað til hefur vatnsorka og jarðhiti aðallega verið nýtt, enda mikil­ vægustu orkulindir Íslendinga. Vatnsorkan hefur aðallega nýst til raforku­ framleiðslu og jarðhitinn til húshitunar. Aðrir orkugjafar sem sjónir manna hafa í auknummæli beinst að er vindorka. Sólarorka er nýtt í litlummæli og þá aðallega af einkaaðilum. En hvað með þá miklu orku sem felst í sjávarföllunum? Geta Íslendingar ekki nýtt hana? Helstu háhitasvæðin á landinu eru á Reykja­ nesskaga, í Kerlingarfjöllum, á Torfajökuls­ svæðinu, á Kröflusvæðinu og í Grímsvötnum og Kverkfjöllum í Vatnajökli. Lághitasvæðin eru utan gosbeltisins eins og sjá má.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=