Um víða veröld - Jörðin

133 Auðlindir og orka en þó til þess eins að lifa af, afla sér matar og eldiviðar. Þeir eiga engra annarra kosta völ. Með aukinni menntun og bættum lífskjörum eiga íbúar þróunarlanda eftir að gera meiri kröfur um orkunotkun. Munu íbúar iðnríkja þá gefa af sinni köku? Til framtíðar horfa menn til sjálfbærrar nýtingar orkuauðlinda, að umhverfið njóti vafans og að tekið sé tillit til umhverfisins í einu og öllu þegar orkuauðlind er nýtt. Nýir tímar Eflaust þurfa menn að horfa fram á miklar breytingar í nýtingu orkuauð­ linda áður en langt um líður. Ef heldur fram sem horfir hvað varðar fjölgun mannkyns, aukna eftirspurn eftir orku og áframhaldandi óhóflega losun gróðurhúsalofttegunda, þurfa jarðarbúar nauðsynlega á tækninýjungum að halda á sviði orkubúskapar. Tækninýjungum sem gætu gert þeim kleift að nýta í stórum mæli þá endurnýjanlegu orku sem í boði er en hefur til þessa verið illa nýtt, eins og sólar- og sjávarfallaorku. Aukin eftirspurn eftir orku Eftirspurn eftir orku í heiminum er sífellt að aukast samhliða fólksfjölg­ un og kröfu jarðarbúa um aukin lífsgæði. Hinn mikli hagvöxtur í Kína, Indlandi og mörgum þróunarlöndum og meiri eftirspurn eftir olíu hefur t.d. leitt til hærra olíuverðs. Spár gera ráð fyrir að olíuverð muni halda áfram að hækka sem muni skila sér í aukinni áherslu á orkusparnað og leit að nýjum orkugjöfum. Þegar kemur að orkusparnaði er mikilvægt að allir láti til sín taka. En hvernig getum við sparað orku í okkar daglega lífi? Notkun raftækja á heimilum eykst sífellt svo mikilvægt er að muna að slökkva á þeim eftir notkun og jafnvel taka úr sambandi við rafmagn. Mikilvægt er að muna eftir að slökkva ljósin á eftir sér og láta vatn ekki renna úr krönum að óþörfu. Auk þess að spara orku getur rafmagnsreikningur heimila lækkað umtalsvert ef þetta er haft í huga. Einnig er gott að skilja ekki bíla eftir í lausagangi. O RÆN G K A Jarðarbúar þurfa nauðsynlega á tækni­ nýjungum að halda á sviði orkubúskapar og móta stefnu um sjálfbæra nýtingu orku­ auðlinda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=