Um víða veröld - Jörðin

132 SÚRT REGN Þegar regn fellur í gegnum mikla mengun í lofthjúpnum hækkar sýrustig þess svo að vatnið súrnar. Er þá talað um súrt regn . Súrt regn hefur slæm áhrif á plöntur, sjávardýr og byggingar. Umhverfisvænir og óumhverfisvænir orkugjafar Umhverfisvænir orkugjafar eru líka kallaðir grænir orkugjafar vegna þess að þeir losa ekki gróðurhúsalofttegundir og menga því ekki um­ hverfið þegar þeir eru nýttir. Þeir orkugjafar sem menga ekki eru þeir endurnýjanlegu, sólar-, vind-, vatns-, jarðhita- og sjávarfallaorka. Nýting umhverfisvænna orkugjafa eins og allra annarra orkugjafa hefur þó áhrif á nánasta umhverfi eins og með tilheyrandi jarðraski við byggingu nauð­ synlegra mannvirkja. Þrátt fyrir að þessir orkugjafar mengi ekki og ofnýti ekki takmarkaða auðlind hafa þeir aldrei unnið sér sess sem mikilvægir orkugjafar. Helsta ástæðan hingað til hefur verið of lítil raforkuframleiðsla með dýrum útbúnaði. Framleiðslan hefur vart svarað kostnaði og því ekki staðist samkeppni við þá orkugjafa sem notaðir hafa verið. Tækniþróun í nýtingu umhverfisvænnar orku er þó í stöðugri þróun og eflaust skammt í sjálfbærar lausnir í þeim málum. Óumhverfisvænir orkugjafar eru þeir óendurnýjanlegu. Ýmis mengandi efni berast frá þeim út í náttúruna t.d. lofthjúp, jarðveg og vötn. Við bruna jarðefnaeldsneytis breytist efnasamsetning lofthjúpsins sem veldur gróðurhúsaáhrifum og súru regni. Afleiðingin er m.a. sú að skógar eyðast, eyðimerkur stækka, geislavirk efni sleppa út í andrúmsloftið og olía lekur út í umhverfið. Nýting orkuauðlinda Nýtingu orkuauðlinda er mjög misskipt í heiminum. Um 80% af allri orkunotkun fer fram í iðnríkjunum, þar sem um 20% íbúa jarðar búa. Í lífsgæðakapphlaupi sínu nota íbúar þar sífellt meira af náttúruauðlind­ um sem ekki endurnýjast. Afleiðingarnar eru umhverfisspjöll og hætta á að auðlindirnar klárist í framtíðinni. Þar er orka notuð m.a. til að hita upp hús, keyra bíla, knýja verksmiðjur, ótal rafmagns- og heimilistæki (sjónvörp, kæliskápa, þvottavélar, uppþvottavélar o.fl .). Þó að íbúa þró­ unarlanda dreymi um þau lífskjör sem íbúar iðnríkja búa við munu þeir seint ná þeim. Íbúar þróunarlanda sem eru um 80% af íbúum jarðar nota einungis um 20% af þeirri orku sem til er. Þar eru náttúruauðlindir einnig ofnýttar Áhrif súrs regns á skóglendi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=