Um víða veröld - Jörðin

130 Forði jarðefnaeldsneytis Menn hafa lengi velt því fyrir sér hversu mikill forði jarðefnaeldsneytis í heiminum er og hversu lengi hann muni endast. Þær birgðir af olíu, jarðgasi og kolum sem þekktar eru í dag og tæknilega og efnahagslega hagkvæmt er að vinna er áætlað að endist í ákveðinn árafjölda. • Olía 50 ár • Jarðgas 70 ár • Kol 250 ár Þrátt fyrir aukna notkun á jarðefnaeldsneyti í heiminum hafa þessar tölur hækkað sem skýrist af því að alltaf er verið að finna nýjar uppsprettur jarðefnaeldsneytis og mun svo verða um óákveðinn tíma. Kjarnorka Kjarnorka flokkast sem óendurnýjanleg orka vegna þess að hráefnið sem til þarf við framleiðslu kjarnorku, úran, er til í takmörkuðu magni í jörðinni. Þrátt fyrir að kjarnorkuver losi ekki mengandi gróðurhúsalofttegundir eru þau almennt ekki viðurkennd sem umhverfisvænn kostur vegna hins geislavirka úrgangs sem fylgir starfseminni. Sömuleiðis veldur það áhyggjum hve alvarlegar afleiðingar slys, leki eða sprenging í kjarnorku­ veri getur haft á nánasta umhverfi. Umræðan um byggingu og rekstur kjarnorkuvera hefur alltaf verið hávær. En á meðan kjarnorkuver vinnur eins og það á að gera er það þó umhverfisvænn kostur. Í dag framleiða um 440 kjarnorkuver í 31 landi um 10% af raforku sem notuð er í heiminum. Kjarnorkuver framtíðarinnar eiga að vera mun öruggari, hagkvæmari og umhverfisvænni en eldri gerðir. Gamlar ryðgaðar olíutunnur. Olíutunna er mælieining sem oft er notuð þegar talað er um heimsmarkaðsverð á hráolíu og er ein tunna jafngildi 159 lítra. Á meðan kjarnorkuver vinnur eins og til er ætlast er það umhverfisvænn kostur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=