Um víða veröld - Jörðin
129 Auðlindir og orka Mór Mór eða svörður er samanpressaðar plöntuleifar. Af þeim jarðefnum sem notuð eru sem eldsneyti er styst síðan mór var lífefni, þ.e. var lifandi. Mór verður til í vatnsósa jarðvegi þar sem rotnun er lítil sem engin vegna súrefnisleysis. Mór er í raun fyrsta skrefið í myndun steinkola. Algengt var að nota þurrkaðan mó sem einangrun í húsum, til upphitunar og sem eldsneyti og til eldunar á skóglausum svæðum þar sem ekki fékkst viður til að brenna. Mómýrar eru algengastar í köldu og röku loftslagi og því mikið af þeim á norðlægum slóðum, m.a. Íslandi, Írlandi, Skotlandi, Finnlandi og Rússlandi. Mótekja var algeng á Íslandi áður fyrr og lagðist ekki af fyrr en ummiðja 20. öld. Mór er þó notaður víða um heim. Hann er vinsæll sem undir burður í gripahúsum og sums staðar, eins og í Finnlandi og Rússlandi, er hann notaður sem orkugjafi í hita- og raforkuframleiðslu. Mór er einnig notaður í gróðurrækt og í fátækari löndum heims er hann víða notaður sem orkugjafi t.d. við matseld. Mór var mikilvægt eldsneyti áður fyrr. Hér má sjá fólk við mótekju í Laugarnesi 1924.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=