Um víða veröld - Jörðin

128 Kol Kol eru leifar jurta sem uxu í hitabeltisfenjum fyrir hundruðummilljóna ára. Kolin eru í lögum innan um annað set sem nú er orðið að föstu bergi. Í dag eru kolalögin mjög víða fjarri hitabeltissvæðunum vegna landreks meginlandanna í tímans rás. Kol skiptast í steinkol og brúnkol . Helsti munur á steinkolum og brúnkolum er fólginn í myndunartímanum. Þegar plöntuleifarnar grófust undir jarðlög myndaðist fyrst mór . Milljónum ára síðar höfðu plöntuleifarnar umbreyst í brúnkol og enn seinna, um 300 milljón ára gamlar, voru þær orðnar að steinkolum. Víða í heiminum eru kol helsta orkulindin. Menn kynda með kolum til að hita upp híbýli sín. Kol eru notuð til rafmagnsframleiðslu og í mörgum orkuverum eru kol notuð til að hita vatn að suðu. Gufan er síðan notuð til að knýja hverfla orkuversins. Mestu kolaframleiðslulöndin eru Kína, Bandaríkin, Rússland, Úkraína og Kasakstan en þessi ríki framleiða um 75% af heimsframleiðslunni. Þau nota einnig mest af kolum. Kolabirgðir eru dreifðari um heiminn en olía og jarðgas. Kolavinnsla í Kína. JARÐLÖG Jarðlög eru samfelld lög úr lausu (jarðvegi) eða föstu (berglagi) efni á eða undir yfirborði jarðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=