Um víða veröld - Jörðin

125 Auðlindir og orka Vegna mikilvægis olíu sem orkugjafa er hún ein af þýðingarmestu vörum í heimi. Sádi-Arabía ásamt öðrum Persaflóaríkjum flytur megnið af olíu sinni út. Það eru einnig þessi lönd sem mestu ráða um heimsverslun með olíu. Ef olíu­ sala frá löndunum við Persaflóa raskast getur það haft alvarlegar afleiðingar fyir lönd sem háð eru olíu. Olíuútflutningur hefur fært löndum eins og Kúveit, Sádi-Arabíu, Venesúela, Gabon og Brúnei miklar tekjur. Um þriðjungur landanna sem framleiða og flytja út olíu hafa gert með sér samtök til að reyna að halda verðinu stöðugu og eins háu og hægt er. Samtökin nefnast OPEC (Organization of the Petroleum Exporting Countries). Fellingar í berggrunninummynda gildrur úr þéttum jarðlögumþar sem olía safnast fyrir. Þegar hugsanleg olíulind er fundin er borað í gegnum jarðlögin. Ef olía finnst er henni dælt upp og komið fyrir í olíugeymum. g

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=