Um víða veröld - Jörðin
124 HRÁOLÍA Óunnin olía eins og hún kemur upp úr jörðinni er kölluð hráolía eða jarðolía. Jarðgas er það jarðefnaeldsneyti semminnst áhrif hefur á umhverfið. Oft finnst jarðgas á sömu slóðum og olía. Helstu framleiðslulönd heims eru Rússland og Bandaríkin. Frá Rússlandi liggja gasleiðslur allt til Vestur- Evrópu. Lönd í Austur-Evrópu hafa lengi verið tengd slíkum leiðslum. Í löndunum við Norðursjó, einkum Hollandi, Bretlandi og Noregi, er líka að finna töluvert magn af jarðgasi. Helstu olíuríkin Helstu olíuríki heims eru Sádi-Arabía, Íran, Írak, Kúveit, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Rússland, Kasakstan, Venesúela, Líbía og Nígería. Frá þessum löndum koma um 60% af allri olíuframleiðslu í heiminum. Einnig er mikla olíu að finna í öðrum löndum umhverfis Persaflóa. Undir hafsbotni Norðursjávar fannst mikið af olíu í lok 6. áratugar síðustu aldar sem færði Norðmönnum mikinn auð. Þrátt fyrir að olíuframleiðsla sé mikil í Bandaríkjunum flytja þeir einnig inn mikla olíu. Olíunotkun þar er svo mikil að eigin framleiðsla dugir ekki. Helming allra olíubirgða er að finna í Austur löndum nær. Vinnsla olíu fer oft fram fjarri mörkuðum og því þarf að flytja hana um langan veg, aðallega með olíuskipum og olíuleiðslum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=