Um víða veröld - Jörðin

123 Auðlindir og orka Svæði þar sem olía hefur fundist hafa ávallt verið eftirsótt enda eftir miklu að slægjast. Þar hefur oft komið til átaka þar sem menn keppast um yfirráð yfir olíunni. Átökin um olíuna hafa nokkrum sinnum leitt til þess að olíuverð hefur rokið upp úr öllu valdi og ýmis efnahagsáföll hafa fylgt í löndum sem háð eru olíu. Talað hefur verið um olíukreppur. Þær urðu til að mynda 1973 og 1979 en þá hækkaði olíuverð ört. Það hækkaði einnig mikið í Persaflóastríðinu árið 1991. Innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak vorið 2003 hafði einnig þau áhrif að framboð á olíu minnkaði samhliða því að eftirspurnin jókst, sem aftur leiddi til hæsta olíuverðs sem sést hafði í áratugi. Nú á dögum er olíuleit stunduð um allan heim, bæði á landi, landgrunnum heimshafanna og á heimskautaslóðum þar sem erfitt er að athafna sig. Kostnaður við borun og olíuframleiðslu er því mjög misjafn. Ódýrast er að vinna olíu á landi í eyðimörkumMiðausturlanda því þar spýtist olían oft upp sjálfkrafa. Olíuvinnsla af borpöllum í Norðursjó og Noregshafi eða við aðstæður heimskautaloftslags í Norður-Íshafi er margfalt dýrari. Olíuverð þarf því að vera hátt til að slík vinnsla borgi sig. Jan Mayen-hryggurinn er gamall jarðskorpufleki sem einangraðist í miðju úthafinu þegar Norður-Atlantshafið opnaðist. Vegna skyldleika flekans við Grænland og Noreg eru sterkar vísbendingar um að setlög með lífrænum leifum sem hafa ummyndast í olíu og gas sé að finna undir hafsbotni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=