Um víða veröld - Jörðin

122 Óendurnýjanleg orka Óendurnýjanleg orka er sú orka sem einungis er til í takmörkuðu magni á jörðinni. Má þar nefna jarðefnaeldsneyti . Aðrar auðlindir eru líka flokkaðar sem óendurnýjanlegar, t.d. málmar þar sem þeir eru einnig í takmörkuðu magni á jörðinni. Jarðefnaeldsneyti Mikilvægustu tegundir jarðefnaeldsneytis eru olía, jarðgas og kol . Mór er líka jarðefnaeldsneyti. Olíu og kol er að finna víða um heim í talsverðu magni. Ef kolanotkun helst óbreytt frá því sem verið hefur mun kolaforði jarðar einungis duga í 100 ár í viðbót. Svipaða sögu er að segja um olíu. Notkun þessara orkugjafa er mengandi og veldur verulegum gróðurhúsaáhrifum. Olía og jarðgas Olía er eitt mikilvægasta orkuhráefni í heiminum í dag, sérstaklega í iðnríkjunum. Á síðustu áratugum hefur olía leyst steinkol af hólmi sem helsta orkuhráefni. Sífellt er verið að leita að nýjum olíulindum. Maðurinn var þegar byrjaður að nota olíu fyrir þúsundum ára á þeim svæðum þar sem hún nánast spýttist upp á yfirborðið. Olían var m.a. notuð sem eldsneyti á ljósalampa. Um miðja 19. öld var fyrst byrjað að bora eftir olíu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þar var komið niður á olíu á 21 m dýpi. Í dag er erfiðara að finna olíuna. Hana er oftast að finna djúpt í jörðu og því þarf djúpar borholur til að ná henni upp, oft nokk­ urra kílómetra djúpar. Hér eru olíudælur að störfum í eyðimörkinni í Sádi-Arabíu. Olíuleiðslurnar flytja síðan olíuna til olíuhreinsistöðva eða um borð í olíuskip.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=