Um víða veröld - Jörðin

121 Auðlindir og orka Verkefni Korta- og myndlæsi 1. Skoðaðu töflu bls. 25 í Kortabók handa grunnskólum (2012). a. Hver var heildarnotkun jarðhita sem orkugjafa á Íslandi 2010? b. Hver var heildarnotkun vatnsorku sem orkugjafa á Íslandi 2010? c. Hvaða orkugjafa flytja Íslendingar inn og í hversu miklum mæli? d. Hvernig skiptist raforkunotkun Íslendinga milli stóriðju, áliðnaðar og til almennra nota? e. Hvaða stóriðjur er að finna á Íslandi samkvæmt kortinu? 2. Kynntu þér vefinn www.kolvidur.is. Notaðu reiknivélina til að reikna út kolefnisspor heimilisbílsins ykkar eða bíls sem þig langar til að eignast. Finndu svarið 3. Hvað er auðlind? 4. Í hvaða þrjá flokka er auðlindum skipt? 5. Hverjar eru helstu auðlindir jarðarbúa? 6. Útskýrðu hvað átt er við með hugtökunum fyrir neðan og nefndu dæmi um orkugjafa í hverjum flokki fyrir sig. a. endurnýjanlegir orkugjafar b. óendurnýjanlegir orkugjafar c. endurnýjanlegir með takmörkunum 7. Útskýrðu eftirfarandi hugtök: a. vistspor b. kolefnisspor c. sjálfbær þróun Umræður 8. Hvað þarf að hafa í huga við nýtingu auðlinda? 9. Út frá niðurstöðum vistsporsins, hvernig getur mannkynið, og þá sérstaklega vestrænar þjóðir, mætt þessum niðurstöðum? Hvað þyrfti að gera? 10. Hverjir gætu hinir efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu þættir sjálfbærrar þróunar verið? Hvað er átt við með að þessir þættir þurfi að haldast í jafnvægi? 11. Hver á auðlindir eins og vatn, fisk, olíu, kol og málma? Rökræðið. 12. Hverjir eru kostir og gallar vatnsaflsvirkjana? Rökstyðjið. Viðfangsefni 13. Gerið töflu yfir kosti og galla endurnýjanlegra orkugjafa. 14. Veljið einn orkugjafa og finnið nokkrar myndir á vefnum sem sýna nýtingu orkugjafans. 15. Hvaða álitamál eru efst á baugi í dag varðandi a. verndun auðlinda b. nýtingu náttúruauðlinda? Skoðið fjölmiðla. 16. Hvaða breytingar verða á landi við virkjun vatnsfalla? Hvaða kosti og galla þarf að vega og meta við slíka virkjun? 17. Hvernig getum við sparað orku? Nefnið minnst fimm atriði. Ísland 18. Hvaða vatnsaflsvirkjun er næst skólanum þínum? Hvar eru upptök árinnar sem virkjunin er í og hvar fellur hún til sjávar? Hvert liggja raflínur frá virkjun­ inni? Sjá bls. 25 í Kortabók handa grunnskólum (2012) . 19. Búðu til lista yfir 5–6 stærstu vatnsaflsvirkjanir á Íslandi. Skrifaðu líka hvað hver þeirra skilar mikilli orku og í hvaða á hún er. Sjá t.d. vef Landsvirkjunar www.landsvirkjun.is 20. Deilur hafa staðið um virkjanir nokkurra áa á Íslandi. Hvaða ár eru það og hvaða rök eru með og á móti því að virkja þær?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=