Um víða veröld - Jörðin

120 Jarðhitaorka Jarðhita og orkuna sem í honum felst er einkum að finna á jarðfræðilega virkum svæðum nærri flekamótum. Á þessum svæðum er jarðhiti víða nýttur til húshitunar og raforkuframleiðslu eins og á Nýja Sjálandi, í Bandaríkjunum og á Íslandi. Jarðhitasvæði geta verið ofnýtt, þ.e. meira nýtt af jarðhitavatni en svæðið gefur. Mikilvægt er að vinnsla jarðhitans sé sjálfbær, að aðstreymi til jarðhitasvæðanna sé í jafnvægi við vinnsluna. Ef svæði hafa verið ofnýtt er nauðsynlegt að hvíla þau í nokkur ár. Íslendingar hafa nýtt sér jarðhitann allt frá því á landnámsöld þegar fyrsti maðurinn steig hér á land. Fólk baðaði sig í heitum laugum og þvoði þvotta. Vitað er um nýtanlegan jarðhita í um 80 löndum og í flestum er hann að einhverju leyti nýttur. Hlutur jarðhita í orkunotkun heimsins er þó mjög lítill. Viður Viður er eitt mikilvægasta lífefnaeldsneytið og það sem hefur verið notað lengst. En viður, ásamt öðru efni sem hægt var að brenna og nota til að kveikja eld, var ein fyrsta orkulindin sem maðurinn lærði að nýta sér. Enn í dag er viður helsta orkulind fólks í þróunarlöndum og er m.a. skýr­ ingin á því að skógar þar eyðast mjög hratt. Í þróunarlöndum er fólk mjög háð eldiviði. Talið er að eldiviður gefi um 90% þeirrar orku sem notuð er í þróunarlöndunum, einkum til matargerðar og húshitunar. Eftirspurn eftir eldiviði eykst stöðugt vegna vaxandi fólksfjölda og hækkandi verðs á olíu. Í jarðvarmavirkjuninni á Nesjavöllum er raf­ magns- og heitavatnsframleiðsla. Endurnýjanlegir og óendurnýjanlegir orkugjafar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=