Um víða veröld - Jörðin

119 Auðlindir og orka ókosturinn við nýtingu vatnsorku eru umhverfisáhrifin sem af virkjunum hljótast. Stór landsvæði fara undir vatn þegar uppistöðulónin fyllast. Einnig eru stíflugarðar og mannvirki oft mikið lýti í annars óspilltri náttúru sem og háspennulínur sem eru áberandi í landslagi og liggja langar leiðir frá virkjunarstað til notenda raforkunnar. Sjávarfallaorka Eins og fram kom í kaflanum um höfin býr mikil orka í flóðbylgjunum sem ferðast hringinn í kringum hnöttinn, þ.e. sjávarföllunum. Sjávarfallaorka er endurnýjanleg og umhverfisvæn orka sem fæst með því að umbreyta hreyfiorku sjávarfallastrauma í rafmagn eða aðra nothæfa orku. Til þessa hafa menn ekki nýtt sér orkuna í sjávarfallastraumum að einhverju gagni vegna umfangs og kostnaðar. Ennþá er tæknin of dýr miðað við nýtingu annarra orkugjafa. Sjávarfallaorkuver verða að vera hönnuð til þess að þola verstu veður og mikið álag öldunnar og þegar þeim er valinn staður þarf að taka tillit m.a. til veiðisvæða og skipaumferðar. Sjávarfallaorka er líklega langstærsta orkulind sem Íslendingar hafa yfir að ráða. Lífefnaorka Lífefnaorka er samheiti á öllum afurðum lifandi dýra og plantna sem orka er unnin úr. Lífefnaorka er alltaf að endurnýjast við ljóstillífun og telst því til hinna endurnýjanlegu orkugjafa, þó með takmörkunum. Brennsla lífefnaorku er umhverfisvæn að því leyti að plönturnar taka til sín jafn mikið af koltvísýringi og losnar við bruna þeirra, koltvísýringur í andrúmslofti er í jafnvægi. Einn stærsti kostur lífefnaorku er sá að hún er oftast innlend og dregur þar með úr flutningskostnaði og sparar gjaldeyri. Sem lífefnaorku má nefna eldivið, afurðir eða úrgang í akuryrkju, og kúamykju . Eldiviður fæst þegar skógar eru grisjaðir eða felldir. Úr plöntum sem innihalda sykur er unnið eldsneytið etanól og metanól með gerjun sykursins og úr ýmsum jurtaolíum er unnið eldsneyti eins og repjuolía. Þetta eldsneyti er notað á bíla og báta. Á Indlandi er kúamykja víða mikilvægt eldsneyti. Eftir að kúaskíturinn hefur verið þurrkaður er hann ágætur til þess að kynda með. Gríðarlega orku er að finna í sjávarföllumog öldum sjávar. Í mörgum löndum Afríku er viður einn helsti orkugjafinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=