Um víða veröld - Jörðin
118 Vindorka Sólin er einnig uppspretta vinda sem blása á jörðinni. Vindurinn er einn af þeim orkugjöfum sem maðurinn hefur nýtt sér mjög lengi. Áður fyrr var vindurinn einkum notaður til þess að sigla skipum, mala korn og dæla vatni með vindmyllum. Nú er vindorkunni safnað með vindrafstöðvum. Þegar vindurinn blæs á spaða vindrafstöðvanna snúast þeir og knýja þannig rafal sem framleiðir rafmagn. Danir hafa verið brautryðjendur í nýtingu vindorku. Vindrafstöðvar í Danmörku sjá þeim fyrir tæpum 20% af þeirri raforku sem þeir þurfa. Bandaríkin og Þýskaland eru einnig stórir framleiðendur vindorku. Vatnsorka Vatnsorka er sú orka sem vatn býr yfir á ákveðnum stað í náttúrulegri hringrás sinni, þar sem vatn fellur í átt til sjávar. Á leið sinni er vatnið virkjað til þess að framleiða raforku. Fyrst eru árnar stíflaðar og búin til uppistöðulón þar sem vatnið er geymt. Þannig fæst líka jafnt rennsli allt árið um kring því náttúrulegt rennsli í ám er oft sveiflukennt og árstíðabundið. Magn orku fer eftir vatnsmagni og fallhæð vatnsins frá uppistöðulóni til stöðvarhúss. Vatnsorka er nýtt víðs vegar um heiminn en mest í Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi, Noregi, Brasilíu og Paragvæ. Nýting vatnsorku er ekki ný af nálinni. Maðurinn hefur nýtt sér hana í hundruð ára. Vatnsorka er ein af mikilvægari orkulindum heims og í dag eru um 20% af raforku heimsins framleidd með vatnsorku. Stærsti Vindrafstöðvar við Búrfell er liður í rannsóknar- og þróunarverkefni á hagkvæmni vindorku á Íslandi. Vatn úr uppistöðulóni fellur í aðrennslis göngum í stöðvarhús þar sem vatnið knýr hverfla eða túrbínur sem snúa rafal sem breytir snúningsorkunni í raforku. Rafstraumurinn er síðan leiddur úr stöðvarhúsinu með háspennulínum út til notenda.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=