Um víða veröld - Jörðin

110 Verkefni Korta- og myndlæsi 1. Skoðaðu kort af hafsvæðum heimsins. Hver eru stærstu hafsvæðin, innhöfin og strandhöfin? 2. Skoðaðu kort sem sýnir hafstrauma. Hvar liggja heitir/kaldir hafstraumar? Hvaða áhrif hafa þeir á búsetu manna? 3. Skoðaðu kort sem sýnir Golfstrauminn. Hefur hann áhrif á fleiri lönd en Ísland? 4. Finndu norðurheimskautasvæðið á korti. Hverju myndi það breyta ef jökullinn bráðnaði? 5. Finndu á korti nokkur innhöf í Atlantshaf. 6. Veldu annan þessara skurða og finndu þá á korti. a. Súesskurðinn b. Panamaskurðinn Skoðaðu siglingaleiðina og reiknaðu út hversu mikið siglingaleiðin styttist milli tveggja staða með tilkomu skurðarins. 7. Skoðaðu á korti hvar gert er ráð fyrir að hægt verði að sigla þegar siglingaleiðir opnast um Norður-Íshaf á milli Norður-Ameríku og Asíu. Finndu svarið 8. Hvað þekur sjór stóran hluta af yfirborði jarðar? 9. Hvað heita úthöfin fimm? 10. Yfirborðsstraumar heimshafanna ganga í fimm stóra hringi. Hvers vegna hreyfast þeir eins og þeir gera? 11. Hvað heita straumarnir tveir sem flytja kaldan sjó norður með vesturströndum Suður- Ameríku og Afríku? 12. Hvað er alda og hverjir eru eiginleikar ölduhæðar? 13. Hvar á jörðinni mælist ölduhæðin mest og hvers vegna? 14. Hvað eru sjávarföll og hvað veldur þeim? 15. Hver er munurinn á stórstreymi og smástreymi? 16. Hvað er stormflóð? 17. Veldu tvennt af eftirfarandi, útskýrðu og teiknaðu skýringarmynd: a. El Niño b. Golfstraumurinn c. djúpsjávarstraumur d. tsunami e. sjávarföll Umræður 18. Af hverju er loftslag svo ólíkt sem raun ber vitni á 60° norðlægrar breiddar. beggja vegna Atlantshafsins? 19. Olíuvinnslu á hafsvæðum fylgir viss áhætta. Finnið rök með og á móti olíuvinnslu í sjó. 20. Fiskeldi í sjó virðist vera framtíðin. Fylgir því einhver áhætta? Ræðið kosti og galla. 21. Finnið frétt í dagblöðum eða á netinu um mengunarslys í sjónum. Hvað gerðist? Hverjar voru afleiðingar slyssins? Hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=