Um víða veröld - Jörðin
9 Jörðin verður til fram og aftur um yfirborð hnattarins. Stórir fjallgarðar mynduðust. Þessi fjöll eru löngu sorfin niður og ekki annað eftir en frumbergsskildir. Slíkur skjöldur nær að stórum hluta yfir Svíþjóð og Finnland. Höfin tóku að myndast þegar vatn úr gosgufunum safnaðist saman. Eðlisléttar bergtegundir mynduðu meginlönd en eðlisþyngri bergtegundir hafsbotnana. Einn mikilvægasti atburður sem varð á tímabilinu var myndun andrúmsloftsins, þegar súrefni tók að safnast fyrir í lofthjúpi jarðar. Þetta súrefni og ósonlagið ofan við andrúmsloftið varð kveikjan að mikilli útþenslu lífríkisins. Lífið sem kviknaði á þessu tímabili voru bakteríur sem lifðu í sjónum og nýttu sér sólarorku. Fornlífsöld Annað tímabil jarðsögunnar nefnist fornlífsöld. Tímabilið hófst fyrir um 545 milljónum ára og lauk fyrir um 250 milljónum ára. Á þessu 300 milljón ára tímabili varð líf þróaðra og tóku plöntur og dýr að færa sig upp á land. Miklir skógar breiddust út um láglendið. Með tíð og tíma umbreyttust þeir í þau steinkolalög jarðar semmenn hafa grafið úr jörðu og notað sem orkugjafa. Á þessu tímabili líkt og öðrum í jarðsögunni voru jarðskorpuflekarnir á sífelldu reki um yfirborð jarðar. Á norðurhveli rak þá saman og mynduðu þeir þar eitt stórt meginland, Laurasiu en á suðurhveli jarðar myndaðist stóra meginlandið, Gondwanaland . Í lok tíma bilsins hafði Gondwanaland rekið norður og myndað ásamt Laurasiu enn stærra meginland, Pangeu sem teygði sig á milli heimskauta. Við lok fornlífsaldar varð mesta aldauða skeið jarðsögunnar. Um 90% allra lífvera á jörðinni dó út. Vísindamenn telja að miklar loftslagsbreytingar, kólnandi veðurfar og jöklun í lok tímabilsins hafi átt sinn þátt í aldauðanum. FRUMBERGSSKJÖLDUR Frumbergsskjöldur eða forngrýt isskjöldur er víðáttumikill forn berggrunnur (leifar fellingafjalla) á yfirborði jarðar. JÖKLUN Jöklun kallast það þegar jöklar stækka og útbreiðsla þeirra verður mikil. Kol myndast úr leifum plantna á mýra- og fenjasvæðum. Þegar plöntuleifarnar falla í súrefnissnautt votlendið rotna þær ekki. Með tímanum fergjast þær smám saman undir jarðlögum. Mýri Gróður Vatn Kolanáma Plöntuleifar Berggrunnur Kol
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=