Um víða veröld - Jörðin

106 LÉTTMÁLMUR Léttmálmur er málmur sem hefur lítinn eðlismassa. Ál er t.d. léttmálmur. Málmar og önnur jarðefni Í heimshöfunum er mikið af mörgum eftirsóttum málmum. Talið er að þar megi finna um 5,5 milljarða tonna af gulli sem er þó hlutfallslega í of litlu magni til að vinnsla svari kostnaði. Ólíkt gulli er magnesíum í vinnanlegu magni á sjávarbotni sem verksmiðjur í t.d. Bandaríkjunum og Noregi vinna. Magnesíum er notað við framleiðslu léttmálma . Á hafs­ botni er líka að finna málmkúlur, manganhnyðlinga, á stærð við kartöflur sem verða til utan um harða hluti eins og steina. Kúlurnar innihalda mikið magn af málmum eins og nikkel og kóbalt sem eru mikilvægir málmar í stáliðnaðinum. Enn er mjög kostnaðarsamt að vinna málma úr manganhnyðlingum. Þegar fram líða stundir og tækniþekking hefur aukist enn frekar verður eflaust hægt að vinna fleiri málma úr hafsbotni en nú þegar er gert. Salt er unnið úr sjó og í setlögum á hafsbotni eru víða jarðefni semmenn sækjast eftir, eins og sandur sem notaður er í bygginga- og vegafram­ kvæmdir. Selta sjávar stafar af efnum sem veðrast úr bergi og berast til sjávar með ám, stórum og smáum. Söltustu höfin er að finna þar sem uppgufun er mikil og úrkoma lítil. Má þar nefna Rauðahaf og Persaflóa. Dauðahafið á landamærum Ísraels og Jórdaníu er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né stærri sjávarlífverur. Þessi mikla selta gerir það að verkum að eðlismassi hafsins er það mikill aðmenn geta hvorki synt þar né sokkið. Saltvinnsla úr sjó í Taílandi. Sjónumer veitt inn á grunn svæði þar semhann gufar upp og aðeins saltið verður eftir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=