Um víða veröld - Jörðin
104 Fiskur Fiskveiðar eru manninum afar mikilvægar enda fiskur mikilvæg fæðu viðbót fyrir mannkynið. Vegna aukinnar ásóknar síðustu áratugi hafa fiskistofnarnir þó víða átt undir högg að sækja. Frá því um aldamótin 1900 hefur árlegur heildarafli fiskveiðiþjóða aukist úr fimm milljónum tonna í um 100 milljónir tonna. Aukninguna má fyrst og fremst þakka byltingu í þróun veiðarfæra og aukinni tækni í smíði veiðitækja og sífellt afkastameiri skipa. Þessi þróun hefur þó í einhverjum tilfellum leitt til ofveiði á fiskistofnum víðs vegar um heimshöfin svo gripið hefur verið til takmarkana á veiðum. Fiskveiðar eru að langstærstum hluta stundaðar á landgrunninu. Fiskeldi Fiskeldi er stundað í vötnum og tjörnum og í eldiskvíum í sjó og á landi til að mæta sífellt aukinni eftirspurn eftir próteinríkri fæðu. Þegar ofveiði fór að gæta á fiskistofnum og kvóti var settur á sem takmarkaði fiskveið ar í hafi jókst fiskeldi stórum skrefum. Fiskeldi hefur þó verið stundað öldum saman í Asíu. Hvað fiskframleiðslu í heiminum varðar fer fiskeldi sívaxandi á meðan fiskveiðar í höfum og vötnum standa nánast í stað. Fiskeldi í hafi er stundað þar sem nóg er af næringarríkum sjó. Íslendingar mega þakka fiskinum í sjónum hagsæld sína. Fiski landað í Ólafsvík. Fiskeldi í kvíum í Fáskrúðsfirði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=