Um víða veröld - Jörðin

103 Höfin Auðlindir í hafinu Áhugi manna á hafinu og hafrannsóknum hefur farið vaxandi meðal þjóða heims undanfarna áratugi og liggja fyrir því nokkrar ástæður. Góð þekking á þessum stóra hluta jarðar er forsenda þess að við áttum okkur betur á þeim heimi sem við búum í. Veðurfar á hverjum stað fyrir sig er nátengt hafinu, eins og við þekkjum best á áhrifumGolfstraumsins á Ísland. Öflun matvæla úr hafinu hefur lengi verið mikilvæg. Með auknum fólks­ fjölda verður fæðuöflun þar sífellt mikilvægari en í dag nýtir maðurinn sér aðeins lítið brot af þeim fæðutegundum sem þar er að finna. Með aukinni tækni og rannsóknum verður mögulegt að nýta miklu meira en gert er. Hafið hefur upp á fleiri auðlindir að bjóða en þær sem nýtast semmatvæli. Má þar nefna saltvinnslu úr sjó, vinnslu þörunga, nýtingu verðmætra efna af sjávarbotni, olíuvinnslu og nýtingu sjávarfallaorku. Með aukinni tækni á komandi árum er ekki ólíklegt að vinnsla málma fari í framtíðinni að miklu leyti fram af hafsbotni. Efri myndin sýnir hvernig aðdráttarafl sólar og tungls magnast þegar þau leggjast á eitt. Þá er stórstreymt. Á neðri myndinni toga sól og tungl hvort í sína átt. Þá er smástreymt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=