Um víða veröld - Jörðin
102 Sjávarföll Við strendur landa hækkar og lækkar í sjónum á u.þ.b. sex klukkustunda fresti. Þessar breytingar á sjávarstöðunni eru nefnd sjávarföll eða flóð (aðfall) og fjara (útfall) . Drifkrafturinn í sjávarföllum er tunglið og að litlu leyti sólin. Sjávarföll verða vegna þess að aðdráttarafl tungls og sólar togar í höfin. Það myndar bungu á sjónum sem togast í áttina að tunglinu. Vegna annars afls, miðflóttaafls, er líka flóð á gagnstæðum hluta jarðar innar. Á þeim hlutum jarðar sem eru milli flóðbylgjanna er fjara. Vegna snúnings jarðar verða flóð og fjara því tvisvar á sólarhring. Úti á heimshöfunum er munur flóðs og fjöru varla merkjanlegur. Þegar flóðbylgjan kemur hins vegar á grunnsævi vex bylgjan og mikill munur getur orðið á flóði og fjöru. Flóðbylgjan ferðast frá austri til vesturs og þegar fyrirstaða eins og Ísland verður fyrir bylgjunni fer hún umhverfis fyrirstöðuna og magnast vestan megin við hana. Þess vegna er munur á flóði og fjöru lítill á austanverðu landinu en mestur á því vestanverðu. Í Fundy-flóa á austurströnd Kanada hefur munur flóðs og fjöru mælst mestur, um 21 metri í stórstreymi. Myndir teknar með sex klukkustunda millibili. Margföldunarstuðull sjávarhæðar. Efra kortið sýnir mismun flóðtíma umhverfis landið miðað við Reykjavík. + þýðir eftir að flóðbylgjan var í Reykjavík en – þýðir áður en flóðbylgjan kemur til Reykjavíkur. Neðra kortið sýnir hins vegar flóðhæðmiðað við Reykjavík. Til að finna flóðhæð t.d. við Ísafjarðardjúp þarf aðmargfalda flóðhæðina í Reykjavíkmeð 0,6. Tímamunur sjávarfalla í klst.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=