Um víða veröld - Jörðin

101 Höfin Öldur Öldur eru yfirborðsbylgjur á vatni eða hafi sem verða til vegna vinda og aðdráttarafls tungls og sólar. Nokkrum metrum neðar er sjórinn kyrr. Alda er bylgjuhreyfing sem ferðast í hring. Bylgjulengd er lengd á milli tveggja öldutoppa. Bylgjuhæð eða ölduhæð er hæðin á milli neðsta og efsta hluta öldunnar, öldudals og öldutopps. Þegar alda berst nær landi hættir hringhreyfing öldunnar þegar dýpið er orðið hálf bylgjulengd. Þegar bylgjurnar styttast og hægja á sér vex ölduhæðin þar til hún brotnar með holskeflu. Eiginleikar öldu (ölduhæð) ráðast af vindhraða , tíma , þ.e. hversu lengi vindurinn blæs, dýpi og stærð hafsins. Á úthöfunum getur ölduhæð orðið mjög mikil, einkum ef sterkur vindur blæs lengi úr sömu átt. Það gerist t.d. í Suðurhafi við Suðurskautslandið þar sem sterkir vestanvindar blása í sífellu úr vestri og í hafinu suður og suðvestur af Íslandi. Þar getur öldu­ hæð hæglega náð 25 metrum. Flaskan ámyndinni sýnir bylgjuhreyfinguna. Hún fylgir hreyfingu sjávar og hreyfist í hring. Flaskan flýtur ekki í burtu heldur er kyrr á sama stað. Flóðbylgja í þann mund að skella á ströndinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=