Um víða veröld - Jörðin

100 HOLSKEFLA Holskefla kallast það þegar efri hluti öldunnar hvelfist fram rétt áður en hún skellur fram og brotnar. El Niño El Niño er hafstraumur við miðbaug í austanverðu Kyrrahafi. Á þriggja til sjö ára fresti breytist styrkur hans og hitastig tímabundið sem hefur mikil áhrif á loftslag í löndum beggja vegna Kyrrahafsins. El Niño er spænska og þýðir Jesúbarnið. Kaþólskir íbúar Suður-Ameríku gáfu hafstraumnum þetta nafn vegna þess að hann er jafnan sterkastur í lok árs, um jólaleytið. Í venjulegu ári streymir kaldur Perústraumurinn, ríkur af næringarefnum, norður með vesturströnd Suður-Ameríku. Þessu fylgir mikil fiskigengd og fiskveiðar eru því miklar hjá strandríkjum. Þegar áhrifa El Niño gætir streymir mikið af hlýjum sjó vestan úr Kyrrahafi upp að vesturströnd Suður-Ameríku. Þegar þessi hlýi hafstraumur streymir suður með ströndum Ekvador og Perú yfir kaldan, næringarríkan sjóinn fer fiskurinn annað og aflabrestur verður. Veðurfar í strandhéruðum Perú breytist einnig. Þegar vindar blása hlýju, röku lofti yfir sjónum inn yfir land verður mikil skýjamyndun og gríðarleg úrkoma. Úrkoman veldur flóðum og eyðileggur víða uppskeru hjá bændum. Í verstu tilfellum getur hún leitt til matarskorts og jafnvel hungursneyðar. Á sama tíma og El Niño veldur erfiðleikum og tjóni í Suður-Ameríku verða einnig breytingar á veðurfari hinummegin Kyrrahafsins. Í Ástralíu og Indónesíu verða miklir þurrkar. Þegar áhrifa El Niño gætir streymir mikið af hlýjum næringarsnauðum sjó upp að vesturströnd Suður-Ameríku. Þá getur dregið svo úr fiskigengd að aflabrestur verður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=