Um víða veröld - Jörðin
8 Jarðsögutíminn Í dag eru vísindamenn nokkuð sammála um að jörðin hafi myndast fyrir um 4.600 milljónum ára. Til að skilja betur langa sögu jarðar hafa jarðfræðingar skipt henni í fjögur tímabil, þ.e. forkambríum, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld . Það sem ræður skiptingunni á milli alda eru af gerandi þáttaskil í þróun lífs og breytingar á loftslagi og yfirborði jarðar. Forkambríum Fyrsta tímabil jarðsögunnar heitir forkambríum og er langlengsta jarð sögutímabilið. Það hófst með myndun jarðar fyrir um 4.600 milljónum ára og lauk fyrir um 545 milljónum ára. Í upphafi einkenndist tímabilið af stöðugri eldvirkni ogmiklumhamförum. Lagskipting hnattarins í kjarna og möttul átti sér stað á sama tíma og mikil loftsteinahríð skók jörðina. Hámarki náði loftsteinahríðin þegar stór loftsteinn reif burtu mikið af bergi sem kastaðist út í geiminn. Þyngdarafl jarðar hélt í bergmylsnuna sem síðar þéttist og varð að tunglinu. Þrátt fyrir stöðuga eldvirkni fór að myndast jarðskorpa á yfirborði jarðar þegar leið á tímabilið. Jarðskorpan brotnaði upp í marga fleka sem rak Uppi eru nokkrar kenningar um tilurð tunglsins. Ein þeirra er árekstrarkenningin sem nú á dögum þykir líklegust. Loftsteinn á stærð við Mars nálgast Jörðina 4,2 mín. eftir árekstur 8,4 mín. 12,5 mín. Ævafornt tunglgrjót sem Appollo kom með til jarðarinnar styður árekstrarkenninguna … og tunglið varð til úr ryki og grjóti sem myndaðist við árkesturinn Áreksturinn jók snúningshraða jarðarinnar og möndulhalla í 23˚ Jörðin endurmótaðist sem bráðinn hnöttur …
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=