Um víða veröld - Heimsálfur

97 Norður-Ameríka FJÖLMENNINGARSAMFÉLAG Fjölmenningarsamfélag er samfélag þar sem ólíkar menningarhefðir og hópar þrífast saman; þar sem fjölmenning ríkir. Ameríku. Vega- og hraðbrautakerfið er mjög gott og tengir saman borgir og bæi. Stórfljót eins og Mississippi eru mikilvæg til þungavöruflutninga og Panamaskurðurinn í Panama sem opnaður var árið 1914 auðveldaði verulega skipaumferð á milli vestur- og austurstrandar Bandaríkjanna. Bandaríkin eru fjölmenningarsamfélag. Þar búa mörg þjóðarbrot og þar eru mörg tungumál töluð. Enska er opinbert tungumál. Í suðurhlutanum er spænskan að verða útbreiddari og á sumum svæðum er nánast alfarið töluð spænska. Um 80% íbúa búa í þéttbýli og er borgarvæðing óvíða meiri í heiminum. Í meira en 40 borgum er íbúafjöldi yfir ein milljón. Þéttbýlastur er norðausturhluti landsins. Kalifornía í suðvestri er þó fjölmennasta ríkið með um 38 milljónir íbúa. Í fyrsta fána Bandaríkjanna árið 1777 var ákveðið að hann skyldi samanstanda af 13 láréttum línum og stjörnum, jafnmörgum og ríkin voru þá. Síðan hefur hann margoft breyst eftir því sem ríkjunum hefur fjölgað. Í dag eru stjörnurnar jafn margar ríkjunum, 50 talsins og láréttu línurnar 13. Hvíti liturinn í fánanum á að tákna hreinleika og sakleysi, sá rauði hreysti og hugrekki og sá blái árvekni, þrautseigju og réttlæti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=