Um víða veröld - Heimsálfur

96 Iðnaðurinn í Bandaríkjunum þróaðist þar sem nóg var að finna af kolum og járni í jörðu. Helstu iðnaðarsvæðin eru við Vötnin miklu þar sem bílaiðnaðurinn blómstraði upp úr miðri síðustu öld. Þungaiðnaður hefur farið minnkandi en þjónustugreinar og fjármálastarfsemi hafa færst í vöxt að sama skapi. Hátækni- og rafeindaiðnaður hefur einnig aukist undanfarna áratugi, t.d. flugvéla- og hergagnaiðnaður. Hátækni- og rafeindaiðnaður hefur hin síðari ár flust í ríkari mæli til Vestur- og Suðurríkjanna. Þessar iðngreinar eru ekki eins bundnar því að vera nálægt hráefnunum eins og t.d. stáliðnaðurinn sem óx þar sem járn var að finna í jörðu. Hátækniiðnaðinn er hægt að stunda hvar sem er og af hverju þá ekki á hlýjum og notalegum stað, þar sem fer vel um fólk, eins og í Kísildalnum (Silicon Valley) í Kaliforníu þar sem tölvuiðnaðurinn hefur blómstrað? Það sama má segja um kvikmyndaiðnaðinn í Los Angeles. Hátækniiðnaðurinn í Kísildal myndaðist þó fyrst og fremst í kringum háskólasamfélagið sem þar var fyrir. Árið 1869 var tekin í notkun járnbraut sem lá þvert yfir Bandaríkin, frá austur- til vesturstrandar. Þar með opnuðust leiðir ummeginland NorðurSólbeltið liggur í boga um sunnanverð Bandaríkin. Af hverju skyldi sólbeltið draga nafn sitt? Georg Washington var fyrsti forseti Bandaríkjanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=