Um víða veröld - Heimsálfur

92 Verkefni Kort 1. Hvaða lönd tilheyra N-Ameríku? 2. Stærsta eyja heims tilheyrir N-Ameríku landfræðilega. Hvað heitir hún? Hverjum tilheyrir hún stjórnmálalega? 3. Hvað heitir lengsta f ljót álfunnar, í gegnum hvaða ríki rennur það og hvar rennur það til sjávar? 4. Hvaða náttúruauðlindir er að finna í N-Ameríku? 5. Hvaða fimm fjallgarðar teljast til Vesturfjallgarðanna? 6. Skoðaðu hvernig hægt er að sigla frá Chicago til Atlantshafs. Lýstu siglingaleiðinni. 7. Olíuleiðslan í Alaska er 1300 km að lengd. Finndu út hversu langt hún næði eftir hringveginum á Íslandi. Finndu svarið 8. Í hvaða fjögur landslagssvæði er hægt að skipta N-Ameríku? 9. Hvað heitir hæsti tindur N-Ameríku og hvað er hann hár? 10. Af hverju kallaðist Norður- og Suður-Ameríka „Nýi heimurinn?“ 11. Hvaða eyjar má finna fyrir norðan Kanada? 12. Nefndu nokkrar eyjar í Karíbahafinu. Íslendingar á leið vestur um haf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=