Um víða veröld - Heimsálfur

90 Frumbyggjar Norður-Ameríku Fyrstu innflytjendurnir komu til Norður-Ameríku frá Síberíu um landbrú þar sem Beringssund er nú fyrir um 30.000 árum. Þetta var á ísöld þegar sjávarstaða var lægri vegna þess hversu mikið vatn var bundið í jöklum á norðurhveli jarðar. Þegar ísinn tók að bráðna í lok ísaldar og sjávarborð hækkaði flæddi sjór yfir landbrúna og til varð sund. Þá einangruðust samfélög þessara fyrstu landnema í nýjumheimkynnum sínum. Einangrun í þúsundir ára leiddi til sérstakra vistfræðiafbrigða, erfðaeinkenna og samfélaga sem voru viðkvæm fyrir ágengni fyrstu evrópsku landnemanna á 15. öld. Á næstu öldum voru frumbyggjar álfunnar ýmist hnepptir í þrældóm þeim útrýmt eða þeir féllu fyrir evrópskum sjúkdómum. Í dag lifa afkomendur þeirra víða í einangruðum samfélögum eða á sérstökum verndarsvæðum. VISTFRÆÐIAFBRIGÐI Þegar samskipti og tengsl samfélags við umhverfi breytast á löngum tíma verður til annað vistfræðiafbrigði. AMERÍSKI DRAUMURINN Ameríski draumurinn snerist um frelsi, tækifæri og möguleika á að efnast á skjótan hátt. Áður fyrr notuðu inúítar kajaka til veiða. Nú hafa vélbátar leyst kajakana af hólmi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=