Um víða veröld - Heimsálfur

89 Norður-Ameríka Iðnaður og þjónusta Iðnaður í Norður-Ameríku er afar mismunandi eftir svæðum. Í norðanverðri álfunni hefur hann verið blómlegur allt frá upphafi 20. aldar og verið leiðandi í heiminum í mörgum iðngreinum, allt frá þungaiðnaði í upphafi til hátækniiðnaðar í dag. Iðnaðarframleiðslan fer bæði á innanlandsmarkað og til útflutnings. Sunnan Bandaríkjanna er iðnaður með allt öðrum hætti og allur minni í sniðum. Þar er iðnaðarframleiðslan fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað, eins og framleiðsla á matvælum, húsgögnum, fatnaði og annarri vefnaðarvöru. Í norðanverðri álfunni er rafmagnsframleiðsla með því mesta sem þekkist í heiminum og nota Bandaríkjamenn meiri orku en nokkur önnur þjóð í heiminum. Þjónustustigið er einnig mismunandi eftir svæðum, rétt eins og og iðnaðurinn. Í Bandaríkjunum og Kanada er þjónusta mikil á öllum sviðum. Hátækniiðnaður hefur vaxið hröðum skrefum síðasta áratug. Bob Dylan hefur verið þekktur tónlistarmaður umáratugaskeið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=