Um víða veröld - Heimsálfur

7 Maður og náttúra loftslag, gróðurfar og náttúruauðlindir sem fólk býr við. Efnahagur landa, stjórnarfar, trúarbrögð og hefðir skipta einnig miklu máli. Loftslag gegnir veigamiklu hlutverki í tengslum við híbýli fólks. Á Íslandi þurfum við upphituð hús en í hitabeltinu þurfa íbúarnir að skýla sér fyrir sól, hita og regni. Þar getur skipt máli að vindurinn geti blásið í gegnum híbýlin. Atvinnuhættir hafa einnig mótast af ólíku loftslagi og náttúruauðlindum. Þar sem loftslagið hentar ræktun getur fólk stundað kvikfjárrækt og jarðyrkju og þar semmálmar, kol og olía finnast í jörðu eða mikið er um skóglendi er hægt að stunda iðnað. Í Malí í Afríku þar sem heitt er allt árið um kring skiptir ekki öllu máli þótt vindar leiki um híbýli fólks. Í Kulusuk á Grænlandi þurfa húsin hins vegar að vera vel þétt fyrir veðri og vindum enda allt annað loftslag þar en í Afríku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=