Um víða veröld - Heimsálfur

87 Norður-Ameríka Náttúruauðlindir Eins og fyrr segir er miklar náttúruauðlindir að finna í Kanada og Bandaríkjunum. Nóg landrými og frjósamur jarðvegur hefur skapað aðstæður fyrir eina mestu kornrækt í heiminum. Í Bandaríkjunum eru aðstæður til kvikfjárræktar einnig mjög góðar. Barrskógar Kanada eru uppspretta mikils iðnaðar. Auðug fiskimið er aðallega að finna í Atlantshafi. Verðmæt jarðefni eru á víð og dreif um álfuna. Kol finnast aðallega á afmörkuðum svæðum í Bandaríkjunum. Í Alaska, Texas og Mexíkóflóa er að finna helstu olíu- og gaslindir álfunnar. SAMBANDSRÍKI Sambandsríki er samband tveggja eða fleiri fylkja eða ríkja sem hafa hvert um sig talsverða sjálfstjórn en lúta yfirstjórn. SÍFRERI Sífreri er frosið lag í jörðu sem aldrei þiðnar. Hin 1300 km langa olíuleiðsla þvert yfir Alaska liggur að stórumhluta yfir fjallgarða, stórfljót og sífrera.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=