Um víða veröld - Heimsálfur

86 Einkenni álfunnar Kanada og Bandaríkin eiga sér langa lýðræðishefð. Allt frá stofnun Bandaríkjanna árið 1776 hefur lýðræði verið haft að leiðarljósi í stjórnun landsins. Í löndum Mið-Ameríku hefur stjórnarfar hins vegar löngum einkennst af ólgu og uppreisnum. Lýðræðið hefur þó víðast fest rætur í MiðAmeríku eftir að lýðræðislegar ríkisstjórnir tóku við af einræðisherrum sem þar höfðu ríkt til fjölda ára. Stærstu lönd Norður-Ameríku, Kanada, Bandaríkin og Mexíkó, eru sambandsríki þar sem pólitísku valdi er skipt á milli ríkisstjórnar og einstakra stjórnsýslusvæða (fylkja). Þrátt fyrir að lífskjör víða í álfunni séu með þeim bestu í heiminum búa margir við fátækt, sérstaklega í fátækrahverfum stórborga. Mið-Ameríka og þjóðir Karíbahafsins eru mun fátækari en efnaðir grannar þeirra í norðri. Haítí er fátækasta ríkið á vesturhveli jarðar. Samgöngukerfi álfunnar er almennt gott. Í Bandaríkjunum og Kanada er bílaeign mjög almenn og hefur uppbygging samgöngumannvirkja tekið mið af því. Flest fljót eru vel skipgeng. Daglína Daglína Appalachiafjöll er mjög gamall fjallgarður. Vegna þess hversu langt er síðan hann myndaðist hafa hin útrænu öfl sorfið hann og gert hann ávalan. Í dag er hann aðmestu grónar hæðir og hólar. Hér má sjá hvar daglínan liggur um Beringssund.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=